Ferðasett

TEMPUR® þægindi heima eða á ferðalagi

Ferðakoddi

Hinn fullkomni ferðakoddi fyrir flugvélar, TEMPUR® ferðakoddinn styður höfuð þitt og háls varlega og gerir þér kleift að sofa við aukin þægindi á meðan á ferðalögum stendur.

Hannaður til að leggjast yfir axlirnar á þér, TEMPUR® ferðakoddinn styður höfuð þitt og háls varlega og gerir þér kleift að sofa við aukin þægindi á meðan á ferðalögum stendur. Þetta er hinn fullkomni koddi fyrir flug eða langar lestarferðir. Hitastillandi þrýstijöfnunarefnið sem koddinn er fylltur með lætur þig slaka betur á. Ljósgrátt áklæðið má fjarlægja og þvo í þvottavél. Hægt er að para koddann með öðrum ferðavörum okkar fyrir algjör TEMPUR® þægindi á ferðalögum.

Ferðasett

Hvort sem þú ert í viðskiptaferð eða bara í fríi þá veitir TEMPUR® ferðasettið þér svefngæði sem henta sérstaklega vel fyrir þá sem geta ekki hugsað sér að skilja þægindi TEMPUR® dýnunnar og koddans eftir heima...

Hvort sem þú ert í viðskiptaferð eða bara í fríi þá veitir TEMPUR® ferðasettið þér svefngæði sem henta sérstaklega vel fyrir þá sem geta ekki hugsað sér að skilja við þægindi TEMPUR® dýnunnar og koddans heima. Í settinu er sérstök ferða-yfirdýna og lítill ferðakoddi, hvoru tveggja pakkað í hentuga tösku á hjólum. TEMPUR® ferðasettið tryggir áframhaldandi þægindi hvar sem þú ert, auk þess sem það hjálpar þér að komast yfir ferðaþreytuna.

Af hverju TEMPUR®?

Frá þeirri stundu sem þú leggst niður þar til þú vaknar þá lagar TEMPUR® efnið sig að líkama þínum.

TEMPUR® efnið er þéttur þrýstijafnandi svampur sem lagar sig að lögun líkama þíns, þyngd, og hitastigi fyrir næturlöng þægindi og stuðning.

Sjá meira

Inni í hverri TEMPUR® dýnu

Þróaðar með geimtækni NASA - allar dýnurnar okkar innihalda alvöru TEMPUR® efni sem lagar sig að líkama þínum á meðan þú sefur og veitir óbilandi stuðning næturlangt.

Prófaðu
TEMPUR® vörurnar
í verslun okkar